Book cover image

Droplaugarsona saga

Droplaugarsona saga

Lengd

1h 24m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Íslendingasögur o.fl.

Droplaugarsona saga er stutt en skemmtileg saga og talin vera með eldri Íslendingasögum, hugsanlega frá því fyrir eða um miðja 13. öld. Sögusviðið er Austurland, einkum svæðið beggja vegna Lagarfljóts. Eins og titill sögunnar bendir til segir þar frá bræðrunum Helga og Grími, sonum Droplaugar á Arneiðarstöðum í Fljótsdal. Þeir bræður koma einnig fyrir í Fljótsdælasögu og reyndar skarast þessi saga að hluta við hana. Helgi fór fyrir þeim bræðrum og var hann kappsfullur í meira lagi. Hann átti í langvinnum deilum við Helga Ásbjarnarson í Mjóanesi og síðar á Eiðum, friðsaman höfðingja. Þær deilur enduðu með falli Helga Droplaugarsonar. Það kom í hlut Gríms að hefna bróður síns. Lýsingarnar á þessum atvikum, þ.e. falli Helga Droplaugarsonar og síðar nafna hans Ásbjarnarsonar, eru með eftirminnilegri frásögnum í fornritum okkar. Í sögunni kynnumst við fleiri litríkum persónum, til dæmis nokkrum kvenskörungum sem hafa mikil áhrif á framvindu sögunnar. Nægir þar að nefna auk Droplaugar þær Gró á Eyvindará og Álfgerði lækni í Ekkjufelli. Þórdís todda, kona Helga Ábjarnarsonar, kemur einnig við sögu en hún gegnir stærra hlutverki í öðrum sögum af Austurlandi, t.d. í Gunnars þætti Þiðrandabana.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sýna minna

Kafli

1

img

01. kafli

06:03

2

img

02. kafli

04:19

3

img

03. kafli

07:09

4

img

04. kafli

07:30

5

img

05. kafli

02:46

6

img

06. kafli

04:36

7

img

07. kafli

02:46

8

img

08. kafli

03:02

9

img

09. kafli

08:20

10

img

10. kafli

10:19

11

img

11. kafli

03:02

12

img

12. kafli

02:38

13

img

13. kafli

11:47

14

img

14. kafli

06:02

15

img

15. kafli

03:53

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt